Um Mænuskaðastofnun Íslands

audurMænuskaðastofnun Íslands var stofnsett árið 2007 að frumkvæði Auðar Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðings. Helsta hlutverk stofnunarinnar er að vekja athygli á mænuskaða á alþjóðavísu og á nauðsyn þess að þjóðir heims taki höndum saman svo lækning finnist við honum.

Hugsjón Auðar er sú að þeirri vísindaþekkingu á mænunni sem nú þegar er til staðar verði safnað á einn stað og skoðuð ýtarlega af viðurkenndum læknum og vísindamönnum. Hennar trú er að mikil þekking sé til sem ekki nýtist því fólki sem mænuskaða hlýtur og með því að safna saman þekkingarbrotum frá víðri veröld og skoða heildarmyndina að þá megi móta lækningastefnu fyrir nýskaða fyrr en ella.

Stjórnvöld á Íslandi aðstoða Mænuskaðastofnun við að vekja athygli á málstaðnum hjá ýmsum alþjóðastofnunum s.s. hjá WHO, Evrópuráði og hjá Norðurlandaráði. /sjá neðar. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um tilraunameðferðir sem framkvæmdar eru á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar í veröldinni þær eru framkvæmdar og af hverjum. /sjá gagnabanka um mænuskaða hér á síðunni.

Fréttir frá Mænuskaðastofnun

Ísland kemur taugakerfinu á blað hjá Sameinuðu þjóðunum

21.10.2015

Í júní sl. sendu 11% atkvæðisbærra manna á Íslandi bréf til Ban Ki moon aðalritara Sameinuðu þjóðanna 


meira

 

Bréf frá forseta FÍA til Heilbrigðisráðherra Íslands

28.7.2015

Bréf frá herra Jean Todt forseta FÍA til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra Íslands.

Bréfið má lesa hér.


 

Bréf Heilbrigðisráðherra Íslands til forseta Alþjóðaakstursíþróttasambandsins FÍA

28.7.2015

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Íslands sendir bréf til herra Jean Todt forseta Alþjóðaakstursíþróttasambandsins FÍA. Í bréfinu kynnir ráðherra íslenska verkefnið um taugakerfið og óskar eftir stuðningi hans og FÍA. Auk þess að vera forseti FÍA er herra Todt góðgerðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna um umferðarmál og einn stofnenda og stjórnarformaður ICM Institute í París( rannsóknir í heila og mænu.)

Bréfið má lesa hér.


 


SCI auglýsing uþb. 6,9 MB  00:00:48
Tónlist: Sigur Rós
Brúða: Bernd Ogrodnik
Auglýsingastofa: Fíton
Framleiðsla: Sagafilm

Smelltu hér til að finna útgefið myndefni Mænuskaðastofnunar

 Arabic  Þulur: Nabeeh Naimi
 Bulgarian Þulur: Diana Rouseva
 Chinese Þulur: wangliangzhao
 Danish Þulur: Ari Rafn Sigurðsson   
 Estonian Þulur: Lemme Linda Saukas
 English Þulur: Neil McMahon
 Faroese Þulur: Jogvan Hansen 
 Finnish Þulur: Virpi Jokinen
 French Þulur: Vincent Holard
  German Þulur: Helmut Hinrichsen 
 Greek Þulur: Kostas Velegrions
  Hungarian Þulur: Daniel Bardits
  Icelandic Þulur: Egill Ólafsson
 Indonesian Þulur:Dyah Anggraini
 Italian Þulur: Marcello Viola
  Japanese Þulur: Toshiki Toma
  Latvian Þulur: Ance Lauksteina
 Lithuanian Þulur: Viktorija Ólafsson
  Norwegian Þulur: Barbro E. Lundberg 
 Nepalese Þulur: Janak Kumar
 Polish Þulur: Witek Bogdanski
 Portuguese Þulur: Inacio Pacas Da silva Filho
 Romanian Þulur: Florin Mera
 Russian Þulur: Maria Shukurova 
 Serbian Þulur:Vesna Jesic Daníelsson
 Spanish Þulur: Edna Mastache
 Swedish Þulur: Matilda Gregersdotter
 Thai Þulur:Bolli Surasak Poonklang
 Turkish Þulur: Múrat Özkan